Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 21:26 Kristinn Pálsson háði mjög harða baráttu við DeAndre Kane í kvöld Vísir / Anton Brink Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim. „Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum