Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2024 17:15 Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley í dag. getty/Nathan Stirk Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira