„Fólk er bara að bíða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 14:16 Hjálmar Hallgrímsson er bæjarfulltrúi í Grindavíkurbæ. Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira