Meistararnir köstuðu frá sér þriggja marka forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 19:01 Alexander Sorloth skoraði öll fjögur mörk Villarreal í kvöld. Alex Caparros/Getty Images Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid gerðu 4-4 jafntefli er liðið heimsótti Villarreal í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira