The Lazarus Project: Varúð, veldur svefnleysi Heiðar Sumarliðason skrifar 1. júní 2024 08:56 George snýr aftur og aftur og aftur. The Lazarus Project hefur snúið aftur og er nú öll önnur þáttaröðin komin inn á Stöð 2 +. Fyrsta sería heppnaðist mjög vel og gaf undirritaður henni fjórar stjörnur fyrir um ári síðan. Þar kynntumst við Lazarus Project samtökunum, leynilegri stofnun innan breska ríkisins, sem býr yfir þeirra hæfni að geta endurræst tímalínuna. Þ.e.a.s. ef t.d. kjarnorkusprengja er sprengd, geta þau sent allan heiminn aftur um tvær vikur og á þeim tíma unnið í því að koma í veg fyrir sprenginguna. Því hafa samtökin margoft bjargað mannkyninu frá stórfenglegum óförum og jafnvel milljörðum mannslífa. The Lazarus Project hefur því miður lokið göngu sinni og ekki er von á fleiri þáttaröðum. Aðalpersónan George er eins konar náttúrulegt frávik, þar sem hann man eftir öllu sem gerðist í upprunalega tímalínunni, ólíkt öllum öðrum, sem ekki starfa fyrir Lazarus. Þegar samtökin komast á snoðir um tilvist hans eru honum settir afarkostir og neyðist hann til að starfa fyrir þau. Þegar kærastan hans, Sarah, deyr í umferðarslysi, setur George eigin hag fram fyrir reglur Lazarus; að aðeins má endurræsa tímalínuna vegna stórfenglegs skaða. Hann verður sér út um stolna kjarnorkusprengju, sem hann svo sprengir, sem verður til þess að Lazarus-samtökin endurræsa tímalínuna og hann getur því komið í veg fyrir slysið. Það endar þó ekki betur en svo að Sarah sparkar honum og upp kemst um svikin. Kærustu- og atvinnulaus Önnur þáttaröð hefst þar sem frá var horfið, þar sem George er án kærustu og atvinnu. Hann er þó ekki af baki dottinn og einsetur sér að komast aftur undir verndarvæng samtakanna, sem og að sigra ástir Söruh á ný. Nýju elementi er bætt við söguna, þar sem vísindamenn utan Lazarus hafa fundið lykilinn að óheftum tímaferðalögum. Það leggst ekki vel í Wes, forstöðukonu samtakanna, sem rær nú öllum árum að því að þurrka út alla vísindamenn sem koma að þróuninni, en rauði þráður þáttaraðarinnar snýr að því. Ég kvartaði undan því í síðasta dómi að Salóme Gunnarsdóttir fengi ekki nóg að gera. Persónan hennar er meira áberandi í þessari nýju þáttaröð. Líkt og sjá má í dómi mínum um fyrri þáttaröðina var ég frekar hrifinn af gangi mála þar. Gjarnan er það þannig að önnur þáttaröð er síðri en sú fyrsta. Svo er ekki hér, því ég hreinlega fékk ekki nóg af Lazarus Project 2 og frestaði stundum svefni til að geta séð einn þátt til viðbótar. Sá snúningur að setja George upp á móti Lazarus stofnuninni er snilldarbragð af hálfu höfunda þáttanna og fóðrar framvinduna mikilli spennu. En það er framgangur þessarar nýju sögulína sem heldur áhorfandanum í slíkum heljargreipum að hann verður að sjá hvað gerist næst. Fatast flugið Framan af gengur söguþráðurinn fullkomlega upp. Þegar tekur að hilla undir lokin verða hins vegar veikleikar í framvindu meira áberandi, og á þann máta ekki er hægt að hunsa þá. Það eru ákveðin vonbrigði þar sem þáttaröðin var fram að því næstum fullkomin. Þetta er áberandi vandamál með styttri þáttaraðir nú til dags, að höfundarnir eru búnir að skapa það miklar flækjur að þeir ná ekki að lenda sögunni lipurlega. Þetta er mögulega afleiðing hins nýja sjónvarpslandslags, þar sem streymisveiturnar hafa tekið yfir og meira um framleiðslu styttri þáttaraða. Þar er miklu og flóknu plotti oft þjappað inn í lítinn fjölda þátta og erfitt getur reynst að vinda ofan af flækjunum. Þetta kemur þó ekki að sök og Lazarus Project er þáttaröð sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Lazarus Project glímir við sama vanda og svo margar aðrar styttri þáttaraðir nú til dags, að ná ekki að vinda ofan af flækjunum og lenda sögunni á fullnægjandi máta. Fram að lokahnykknum er hún þó ótrúlega vel leyst og spennandi. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þar kynntumst við Lazarus Project samtökunum, leynilegri stofnun innan breska ríkisins, sem býr yfir þeirra hæfni að geta endurræst tímalínuna. Þ.e.a.s. ef t.d. kjarnorkusprengja er sprengd, geta þau sent allan heiminn aftur um tvær vikur og á þeim tíma unnið í því að koma í veg fyrir sprenginguna. Því hafa samtökin margoft bjargað mannkyninu frá stórfenglegum óförum og jafnvel milljörðum mannslífa. The Lazarus Project hefur því miður lokið göngu sinni og ekki er von á fleiri þáttaröðum. Aðalpersónan George er eins konar náttúrulegt frávik, þar sem hann man eftir öllu sem gerðist í upprunalega tímalínunni, ólíkt öllum öðrum, sem ekki starfa fyrir Lazarus. Þegar samtökin komast á snoðir um tilvist hans eru honum settir afarkostir og neyðist hann til að starfa fyrir þau. Þegar kærastan hans, Sarah, deyr í umferðarslysi, setur George eigin hag fram fyrir reglur Lazarus; að aðeins má endurræsa tímalínuna vegna stórfenglegs skaða. Hann verður sér út um stolna kjarnorkusprengju, sem hann svo sprengir, sem verður til þess að Lazarus-samtökin endurræsa tímalínuna og hann getur því komið í veg fyrir slysið. Það endar þó ekki betur en svo að Sarah sparkar honum og upp kemst um svikin. Kærustu- og atvinnulaus Önnur þáttaröð hefst þar sem frá var horfið, þar sem George er án kærustu og atvinnu. Hann er þó ekki af baki dottinn og einsetur sér að komast aftur undir verndarvæng samtakanna, sem og að sigra ástir Söruh á ný. Nýju elementi er bætt við söguna, þar sem vísindamenn utan Lazarus hafa fundið lykilinn að óheftum tímaferðalögum. Það leggst ekki vel í Wes, forstöðukonu samtakanna, sem rær nú öllum árum að því að þurrka út alla vísindamenn sem koma að þróuninni, en rauði þráður þáttaraðarinnar snýr að því. Ég kvartaði undan því í síðasta dómi að Salóme Gunnarsdóttir fengi ekki nóg að gera. Persónan hennar er meira áberandi í þessari nýju þáttaröð. Líkt og sjá má í dómi mínum um fyrri þáttaröðina var ég frekar hrifinn af gangi mála þar. Gjarnan er það þannig að önnur þáttaröð er síðri en sú fyrsta. Svo er ekki hér, því ég hreinlega fékk ekki nóg af Lazarus Project 2 og frestaði stundum svefni til að geta séð einn þátt til viðbótar. Sá snúningur að setja George upp á móti Lazarus stofnuninni er snilldarbragð af hálfu höfunda þáttanna og fóðrar framvinduna mikilli spennu. En það er framgangur þessarar nýju sögulína sem heldur áhorfandanum í slíkum heljargreipum að hann verður að sjá hvað gerist næst. Fatast flugið Framan af gengur söguþráðurinn fullkomlega upp. Þegar tekur að hilla undir lokin verða hins vegar veikleikar í framvindu meira áberandi, og á þann máta ekki er hægt að hunsa þá. Það eru ákveðin vonbrigði þar sem þáttaröðin var fram að því næstum fullkomin. Þetta er áberandi vandamál með styttri þáttaraðir nú til dags, að höfundarnir eru búnir að skapa það miklar flækjur að þeir ná ekki að lenda sögunni lipurlega. Þetta er mögulega afleiðing hins nýja sjónvarpslandslags, þar sem streymisveiturnar hafa tekið yfir og meira um framleiðslu styttri þáttaraða. Þar er miklu og flóknu plotti oft þjappað inn í lítinn fjölda þátta og erfitt getur reynst að vinda ofan af flækjunum. Þetta kemur þó ekki að sök og Lazarus Project er þáttaröð sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Lazarus Project glímir við sama vanda og svo margar aðrar styttri þáttaraðir nú til dags, að ná ekki að vinda ofan af flækjunum og lenda sögunni á fullnægjandi máta. Fram að lokahnykknum er hún þó ótrúlega vel leyst og spennandi.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira