Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 14:01 Deandre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Vísir/Diego Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira