Nýjar reglur um sjálfbæra landnýtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem taka mun gildi þann 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstíma. Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“ Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“
Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira