Ekur 44 kílómetra með ruslið og er ósáttur við sorphirðugjald Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 06:16 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa í Borgarbyggð um að felld verði úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar um álagningu gjalds vegna reksturs grenndar- og móttökustöðvar sorps í sveitarfélaginu. Gjaldið er um 32 þúsund krónur. Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað. Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað.
Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05
„Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent