Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2024 14:40 Kjartan segir mikinn áhuga á málsókn. Margir séu ósáttir við ströng skilyrði uppkaupanna í Grindavík. Aðsend og Vísir/Vilhelm Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. Félagið kaupir þó aðeins eina fasteign í eigu hvers og eins og kaupir ekki fasteignir í eigu fyrirtækja. Þá kaupir félagið ekki húsnæði þar sem þinglýstur eigandi er ekki með lögheimili. „Ég er að taka saman til að byrja með hverjar aðstæður fólks eru sem eru ekki partur af uppkaupunum og fer svo í það að finna lögfræðing og finna út úr rest. Það gengur ekkert að ætla að kaupa upp húsnæði en skilja þetta eftir,“ segir Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir með þessari aðferðarfræði séu um 200 til 300 eignir skildar eftir. Hann stofnaði í kringum hópmálsóknina hóp á Facebook fyrr í dag og segir mikinn áhuga. Nú þegar séu um 60 komnir í hópinn og fleiri sem hafi haft samband. Einhverjir vilji ekki ganga í Facebook-hópinn en vilji vera með í málsókninni. Hópinn er hægt að finna hér. „Þetta eru örugglega 100 til 200 aðilar sem eru í þessari stöðu.“ Kjartan sjálfur á nokkur fyrirtæki sem hann hefur rekið í bænum. Hann hafi fengið samþykkt kaup á einni eign en eigi auk þess íbúðir í byggingu og annað íbúðarhúsnæði sem skráð var á eitt fyrirtækja hans. Tvö fastanúmer í sömu eign Hann segir sögur fólk eins margar og þær séu ólíkar en margir séu í verulegum vandræðum. Sem dæmi séu í hópnum eldra fólk sem hafi aðstoðað börn sín með kaup á íbúð. Það hafi átt eign sem þau voru búin að greiða fyrir en veðsettu til að aðstoða börn sín. Nú séu þau í verulegum vandræðum því þau fá aðeins aðra eignina keypta upp. „Annað dæmi er tvítugur strákur sem ég þekki. Hann keypti sér íbúð á 50 milljónir og er að vinna á fullu og býr enn hjá foreldrum sínum. Hann leigir íbúðina og er því ekki með lögheimili þar,“ segir Kjartan. Þá hafi tveir haft samband vegna ólíkra fastanúmera í sömu eigninni. Annar sé aðili sem hafi útbúið litla leiguíbúð á annarri hæð hússins síns og fengið skráð annað fastanúmer. Sá aðili fái aðeins greitt út fyrir þá eign sem hann býr í. Svo sé annar sem hafi keypt sér tvíbýli en breytti því í einbýli. Sá var ekki búin að sameina það í eitt fastanúmer og fær því bara greitt fyrir annað þeirra. Hvað varðar fyrirtækin segir hann þetta setja þau í erfiða stöðu og takmarki getu þeirra til að halda áfram með þau verkefni sem þau eru með og getu þeirra til að byrja á nýjum verkefnum. Erfitt að keppa við ríkið Þórkatla hefur þegar samþykkt kaup á fasteignum í Grindavík að virði 52 milljarða. Þá hefur félagið tilkynnt að leiguverð verði út þetta ár 25 prósent af markaðsvirði á Suðurnesjum eða um 625 krónur á fermetra. Kjartan segir þetta skapa enn frekari vandræði fyrir þau sem ekki getað tekið þátt í uppkaupunum. „Loksins þegar það verður hægt að leigja hérna þá verður fólk í samkeppni við ríkið sem lækkar bara verðið. Þetta mun náttúrulega bara drepa fólk.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. 16. maí 2024 11:42 Leigan fyrir 100 fermetra hús í Grindavík 62.500 á mánuði Starfsmenn fasteignafélagsins Þórkötlu hafa yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík og undirritað 471 kaupsamning. Félaginu hefur borist samtals 781 umsókn um kaup á íbúðarhúsnæði í bænum. 16. maí 2024 06:44 Gera þrjátíu til fjörutíu kaupsamninga á hverjum degi Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú afgreitt meirihluta þeirra 766 umsóknir sem hafa borist um kaup. Allar umsóknir sem bárust í mars og þarfnast ekki nánari skoðunar hafa verið afgreiddar, eða alls 528 umsóknir. Eigendum 415 eigna í Grindavík hefur verið boðin kaupsamningur til undirritunar. 8. maí 2024 11:41 Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Breytingar í borholum á Reykjanesi Starfsfólk HS orku í Svartsengi var í morgun sent heim vegna breytinga í borholum. 21. maí 2024 10:47 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Félagið kaupir þó aðeins eina fasteign í eigu hvers og eins og kaupir ekki fasteignir í eigu fyrirtækja. Þá kaupir félagið ekki húsnæði þar sem þinglýstur eigandi er ekki með lögheimili. „Ég er að taka saman til að byrja með hverjar aðstæður fólks eru sem eru ekki partur af uppkaupunum og fer svo í það að finna lögfræðing og finna út úr rest. Það gengur ekkert að ætla að kaupa upp húsnæði en skilja þetta eftir,“ segir Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir með þessari aðferðarfræði séu um 200 til 300 eignir skildar eftir. Hann stofnaði í kringum hópmálsóknina hóp á Facebook fyrr í dag og segir mikinn áhuga. Nú þegar séu um 60 komnir í hópinn og fleiri sem hafi haft samband. Einhverjir vilji ekki ganga í Facebook-hópinn en vilji vera með í málsókninni. Hópinn er hægt að finna hér. „Þetta eru örugglega 100 til 200 aðilar sem eru í þessari stöðu.“ Kjartan sjálfur á nokkur fyrirtæki sem hann hefur rekið í bænum. Hann hafi fengið samþykkt kaup á einni eign en eigi auk þess íbúðir í byggingu og annað íbúðarhúsnæði sem skráð var á eitt fyrirtækja hans. Tvö fastanúmer í sömu eign Hann segir sögur fólk eins margar og þær séu ólíkar en margir séu í verulegum vandræðum. Sem dæmi séu í hópnum eldra fólk sem hafi aðstoðað börn sín með kaup á íbúð. Það hafi átt eign sem þau voru búin að greiða fyrir en veðsettu til að aðstoða börn sín. Nú séu þau í verulegum vandræðum því þau fá aðeins aðra eignina keypta upp. „Annað dæmi er tvítugur strákur sem ég þekki. Hann keypti sér íbúð á 50 milljónir og er að vinna á fullu og býr enn hjá foreldrum sínum. Hann leigir íbúðina og er því ekki með lögheimili þar,“ segir Kjartan. Þá hafi tveir haft samband vegna ólíkra fastanúmera í sömu eigninni. Annar sé aðili sem hafi útbúið litla leiguíbúð á annarri hæð hússins síns og fengið skráð annað fastanúmer. Sá aðili fái aðeins greitt út fyrir þá eign sem hann býr í. Svo sé annar sem hafi keypt sér tvíbýli en breytti því í einbýli. Sá var ekki búin að sameina það í eitt fastanúmer og fær því bara greitt fyrir annað þeirra. Hvað varðar fyrirtækin segir hann þetta setja þau í erfiða stöðu og takmarki getu þeirra til að halda áfram með þau verkefni sem þau eru með og getu þeirra til að byrja á nýjum verkefnum. Erfitt að keppa við ríkið Þórkatla hefur þegar samþykkt kaup á fasteignum í Grindavík að virði 52 milljarða. Þá hefur félagið tilkynnt að leiguverð verði út þetta ár 25 prósent af markaðsvirði á Suðurnesjum eða um 625 krónur á fermetra. Kjartan segir þetta skapa enn frekari vandræði fyrir þau sem ekki getað tekið þátt í uppkaupunum. „Loksins þegar það verður hægt að leigja hérna þá verður fólk í samkeppni við ríkið sem lækkar bara verðið. Þetta mun náttúrulega bara drepa fólk.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. 16. maí 2024 11:42 Leigan fyrir 100 fermetra hús í Grindavík 62.500 á mánuði Starfsmenn fasteignafélagsins Þórkötlu hafa yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík og undirritað 471 kaupsamning. Félaginu hefur borist samtals 781 umsókn um kaup á íbúðarhúsnæði í bænum. 16. maí 2024 06:44 Gera þrjátíu til fjörutíu kaupsamninga á hverjum degi Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú afgreitt meirihluta þeirra 766 umsóknir sem hafa borist um kaup. Allar umsóknir sem bárust í mars og þarfnast ekki nánari skoðunar hafa verið afgreiddar, eða alls 528 umsóknir. Eigendum 415 eigna í Grindavík hefur verið boðin kaupsamningur til undirritunar. 8. maí 2024 11:41 Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Breytingar í borholum á Reykjanesi Starfsfólk HS orku í Svartsengi var í morgun sent heim vegna breytinga í borholum. 21. maí 2024 10:47 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. 16. maí 2024 11:42
Leigan fyrir 100 fermetra hús í Grindavík 62.500 á mánuði Starfsmenn fasteignafélagsins Þórkötlu hafa yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík og undirritað 471 kaupsamning. Félaginu hefur borist samtals 781 umsókn um kaup á íbúðarhúsnæði í bænum. 16. maí 2024 06:44
Gera þrjátíu til fjörutíu kaupsamninga á hverjum degi Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú afgreitt meirihluta þeirra 766 umsóknir sem hafa borist um kaup. Allar umsóknir sem bárust í mars og þarfnast ekki nánari skoðunar hafa verið afgreiddar, eða alls 528 umsóknir. Eigendum 415 eigna í Grindavík hefur verið boðin kaupsamningur til undirritunar. 8. maí 2024 11:41
Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01
Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36
Breytingar í borholum á Reykjanesi Starfsfólk HS orku í Svartsengi var í morgun sent heim vegna breytinga í borholum. 21. maí 2024 10:47