Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 18:45 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsfélags Akraness, segir orðið deginum ljósara að ekkert verði úr hvalveiðivertíð þessa árs. Vísir/Arnar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. „Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.
Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent