Handgerðir leirpottar fyrir kröfuharða kaupendur Kretakotta 24. maí 2024 09:47 Kretakotta leirpottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af pottunum þegar þau bjuggu í Svíþjóð og selja þá núna í nokkrum verslunum Blómavals. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum. „Hvert einasta stykki er handgert og eru gasofnar notaðir til að tryggja brennslu við hærra og jafnara hitastig,“ segir Kristín. „Pottarnir eiga að þola frost og veðrabreytingar með réttum undirbúningi og meðhöndlun og hafa reynst betur en steinleirspottar vegna þess að þeir anda. Það tryggir góða veðrun og að rótarkerfi plantnanna fá nægjanlegt súrefni.“ Kretakotta vörurnar henta því kröfuhörðum kaupendum sem vilja potta og ker sem þola íslenska veðráttu og geta staðið utandyra allan ársins hring án þess að skemmast eða verða sjúskaðir. Sjálf eiga hjónin haug af pottum, kerjum og skálum sem þau hafa haft úti síðustu tvo vetur og sér ekki á þeim. „Við byrjuðum á að taka inn tvö bretti í fyrra með nokkrum sýnishornum sem við höfum verið að selja í gegnum heimasíðuna okkar,“ segir Rafn. „Fyrir stuttu síðan tókum við á móti fyrsta heila gámnum beint frá framleiðandanum. Planið er að selja sem mest í gegnum endursöluaðila sem geta haft vörur Kretakotta á boðstólum sem hluta af vöruúrvali sínu. Í dag má finna vörur Kretakotta í verslunum Blómavals við Skútuvog, Akureyri, Selfossi, Ísafirði og Egilsstöðum.“ Megnið af vöruframboði Kretakotta verður í boði í verslunum Blómavals að þeirra sögn en utan þess verða nokkrar sérvaldar vörur, bæði pottar og ker, eingöngu fáanlegir á kretakotta.is en boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hjónin kynntust keramik pottunum fyrst hjá nágranna sínum í Uppsala sem hafði flutt þá inn frá Krít í meira en áratug. „Umfangið jókst jafnt og þétt hjá honum og í dag flytur hann inn nokkra gáma á hverju ári til að metta sænska markaðinn,“ segir Kristín. „Við heilluðumst fljótlega af þessum vörum og sáum að keramik pottar af sambærilegum gæðum voru ekki til hér á landi. Því sjáum við mikil tækifæri í sölu þeirra til kröfuharðra viðskiptavina hérlendis.“ Þeim bauðst að vera söluaðili Kretakotta á Íslandi. „Við erum með einkarétt á Íslandi á pottunum en fyrirtækið vill aðeins hafa einn innflutningsaðila í hverju landi. Um er að ræða bæði potta og skálar með „hefðbundnu“ útliti, sem og skrautpotta og ker með allskonar mynstri og lögun,“ bætir Rafn við. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið á kretakotta.is og á Facebook. Hús og heimili Garðyrkja Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira
„Hvert einasta stykki er handgert og eru gasofnar notaðir til að tryggja brennslu við hærra og jafnara hitastig,“ segir Kristín. „Pottarnir eiga að þola frost og veðrabreytingar með réttum undirbúningi og meðhöndlun og hafa reynst betur en steinleirspottar vegna þess að þeir anda. Það tryggir góða veðrun og að rótarkerfi plantnanna fá nægjanlegt súrefni.“ Kretakotta vörurnar henta því kröfuhörðum kaupendum sem vilja potta og ker sem þola íslenska veðráttu og geta staðið utandyra allan ársins hring án þess að skemmast eða verða sjúskaðir. Sjálf eiga hjónin haug af pottum, kerjum og skálum sem þau hafa haft úti síðustu tvo vetur og sér ekki á þeim. „Við byrjuðum á að taka inn tvö bretti í fyrra með nokkrum sýnishornum sem við höfum verið að selja í gegnum heimasíðuna okkar,“ segir Rafn. „Fyrir stuttu síðan tókum við á móti fyrsta heila gámnum beint frá framleiðandanum. Planið er að selja sem mest í gegnum endursöluaðila sem geta haft vörur Kretakotta á boðstólum sem hluta af vöruúrvali sínu. Í dag má finna vörur Kretakotta í verslunum Blómavals við Skútuvog, Akureyri, Selfossi, Ísafirði og Egilsstöðum.“ Megnið af vöruframboði Kretakotta verður í boði í verslunum Blómavals að þeirra sögn en utan þess verða nokkrar sérvaldar vörur, bæði pottar og ker, eingöngu fáanlegir á kretakotta.is en boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hjónin kynntust keramik pottunum fyrst hjá nágranna sínum í Uppsala sem hafði flutt þá inn frá Krít í meira en áratug. „Umfangið jókst jafnt og þétt hjá honum og í dag flytur hann inn nokkra gáma á hverju ári til að metta sænska markaðinn,“ segir Kristín. „Við heilluðumst fljótlega af þessum vörum og sáum að keramik pottar af sambærilegum gæðum voru ekki til hér á landi. Því sjáum við mikil tækifæri í sölu þeirra til kröfuharðra viðskiptavina hérlendis.“ Þeim bauðst að vera söluaðili Kretakotta á Íslandi. „Við erum með einkarétt á Íslandi á pottunum en fyrirtækið vill aðeins hafa einn innflutningsaðila í hverju landi. Um er að ræða bæði potta og skálar með „hefðbundnu“ útliti, sem og skrautpotta og ker með allskonar mynstri og lögun,“ bætir Rafn við. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið á kretakotta.is og á Facebook.
Hús og heimili Garðyrkja Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira