Fjóla felldi hreinan meirihluta Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 11:55 Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokks og Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborg Árborg Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg. Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg.
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira