„Bannað að hvísla að dómaranum!!“ Leikið um landið 23. maí 2024 14:12 Hiti er að færast í leikinn milli liða FM957, Bylgjunnar og X977 sem ferðast nú hringinn í kringum landið og keppa í stórskemmtilegum þrautum. Öðrum keppnisdegi Leikið um landið er lokið eftir æsispennandi keppni milli Bylgjunnar, FM957 og X977. Talsverður hiti er að færast í leikinn og mögulega smá titringur í liðunum. FM957, sigurliðið frá í fyrra hefur ekki náð sér almennnilega á strik en Bylgjan, liðið sem FM957 hafði „núll áhyggjur” af og var „none factor“ í augum X977, kom sterkt inn í fyrstu áskorun dagsins, keilukeppninni þar sem fella átti turna af súkkulaði og rústaði keppninni. Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur, lið X977 skipa Tommi Steindórs og Ingimar Helgi og lið FM957 skipa Egill Ploder og Kristín Ruth. Hægt er að fylgjast á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna. Liðin tókust næst á í siglingu um Fjallsárlón þar sem þau kepptu um hvaða lið næði „bestu mynd af jökli.” Þar var lið X977 greinilega í mestum tengslum við náttúruna og náði bestu myndinni. „Hvað ertu að teikna, skít?” Taugarnar þandar hjá Þórdísi Valsdóttur í Bylgjuliðinu sem tekur keppnina engum vettlingatökum í ár. Lið Bylgjunnar var kannski dálítið hátt uppi eftir sigurinn í keilukeppninni gaf lítið fyrir ólystugar undirbúningsteikningar X-manna en nú kepptu liðin um hver steikti og framreiddi besta hamborgarann. Lið FM957 var sjálfsöryggið uppmálað í upphafi keppninnar og lofaði atgangurinn í eldhúsinu virkilega góðu. Dómarinn var hins vegar grjótharður. „Þessir tveir eru nánast eins,” sagði hann um hamborgara FM og Bylgjunnar. X-borgarinn rústaði þessu. Lítið var gert úr undirbúningstekiningum X-liðsins sem engu að síður rústaði hamborgarakeppninni. Mesta mýktin Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum, Bylgjan á Polestar, FM957 á Volvo og X977 á Ford Mustang. Eftir erfiðan keppnisdag skein stjarna FM loks skærast og þar kom nýliðinn og ökuþórinn Kristín Ruth sterk inn og rústaði aksturskeppninni, besta skorið, besti aksturinn og mesta mýktin. Kristín Ruth kom sá og sigraði aksturskeppnina fyrir lið FM957 enda annálaður ökuþór. Í lok annars keppnisdags leiðir „none factor” liðið Bylgjan með 11 stig, þá kemur X977 með 9 stig og sigurvegarar síðast árs FM957 reka lestina með 8 stig. Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig: Klippa: Æsispennandi keppnisdegi 2 lokið - Leikið um landið En þetta er alls ekki búið og allt getur ennþá gerst. Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan. Leikið um landið FM957 Bylgjan X977 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Talsverður hiti er að færast í leikinn og mögulega smá titringur í liðunum. FM957, sigurliðið frá í fyrra hefur ekki náð sér almennnilega á strik en Bylgjan, liðið sem FM957 hafði „núll áhyggjur” af og var „none factor“ í augum X977, kom sterkt inn í fyrstu áskorun dagsins, keilukeppninni þar sem fella átti turna af súkkulaði og rústaði keppninni. Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur, lið X977 skipa Tommi Steindórs og Ingimar Helgi og lið FM957 skipa Egill Ploder og Kristín Ruth. Hægt er að fylgjast á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna. Liðin tókust næst á í siglingu um Fjallsárlón þar sem þau kepptu um hvaða lið næði „bestu mynd af jökli.” Þar var lið X977 greinilega í mestum tengslum við náttúruna og náði bestu myndinni. „Hvað ertu að teikna, skít?” Taugarnar þandar hjá Þórdísi Valsdóttur í Bylgjuliðinu sem tekur keppnina engum vettlingatökum í ár. Lið Bylgjunnar var kannski dálítið hátt uppi eftir sigurinn í keilukeppninni gaf lítið fyrir ólystugar undirbúningsteikningar X-manna en nú kepptu liðin um hver steikti og framreiddi besta hamborgarann. Lið FM957 var sjálfsöryggið uppmálað í upphafi keppninnar og lofaði atgangurinn í eldhúsinu virkilega góðu. Dómarinn var hins vegar grjótharður. „Þessir tveir eru nánast eins,” sagði hann um hamborgara FM og Bylgjunnar. X-borgarinn rústaði þessu. Lítið var gert úr undirbúningstekiningum X-liðsins sem engu að síður rústaði hamborgarakeppninni. Mesta mýktin Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum, Bylgjan á Polestar, FM957 á Volvo og X977 á Ford Mustang. Eftir erfiðan keppnisdag skein stjarna FM loks skærast og þar kom nýliðinn og ökuþórinn Kristín Ruth sterk inn og rústaði aksturskeppninni, besta skorið, besti aksturinn og mesta mýktin. Kristín Ruth kom sá og sigraði aksturskeppnina fyrir lið FM957 enda annálaður ökuþór. Í lok annars keppnisdags leiðir „none factor” liðið Bylgjan með 11 stig, þá kemur X977 með 9 stig og sigurvegarar síðast árs FM957 reka lestina með 8 stig. Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig: Klippa: Æsispennandi keppnisdegi 2 lokið - Leikið um landið En þetta er alls ekki búið og allt getur ennþá gerst. Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.
Leikið um landið FM957 Bylgjan X977 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira