Forsetaáskorunin: Lærbraut sig út í móa og beið lengi eftir aðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2024 19:01 Viktor Traustason. Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Viktor Traustason er í framboði til forseta Íslands. Ég heiti Viktor Traustason og ég er fyrst og fremst í framboði til þess að bjóða upp á skýr og markviss stefnumál. Stefnumálin eru: 1) Ráðherrar fái ekki að sinna þingmennsku. Það er greinilegur hagsmunaárekstur þegar fólk sem fær að velja í valdastöður fær að velja sjálfa sig. Ég myndi gera þá kröfu til þingsins að ef það vill fá að velja ráðherra áfram að þá skuli það velja fólk utan þingsins eða að þingmenn segi af sér þingmennsku áður en þeir taka við ráðherraembætti. Það er ekkert sem segir að þetta séu hlutastörf og það er ekkert sem segir að einstaka stjórnmálasamtök eigi að ráða því hverjir eru ráðherrar. 2) Ef að tíundi hluti kjósenda mótmælir frumvarpi að þá skrifa ég ekki undir það. Stjórnlagaráð mælti með 10% mótmælaþröskuldi frekar en að valdið til þess að stöðva störf Alþingis velti á geðþótta einnar manneskju og er það stefna mín þegar kemur að 26.gr. stjórnarskrárinnar. 3) Öll atkvæði fá vægi í Alþingiskosningum. Forseti stefnir saman Alþingi og skrifar undir öll lög. Stórum stjórnmálasamtökum tekst þó oft að mynda meirihluta á Alþingi án þess að hafa fengið meirihluta umboð frá kjósendum þar sem stór hluti atkvæða er einfaldlega ekki talinn með í lokaniðurstöðunni. Sá hópur eru auðir seðlar, ógildir seðlar og atkvæði til stjórnmálasamtaka sem ná ekki 5% á landsvísu. Ef þessi hópur samsvarar ákveðnum fjölda þingsæta myndi ég ætlast til þess að Alþingi samþykki öll mál með auknum meirihluta sem samsvarar þeim hópi sem var útilokaður. Þannig væri hægt að tryggja það að störf Alþingis séu með samþykki kjósenda. Þing sem þjást af þessum "týndu þingsætum" ná iðulega ekki að renna sitt fjögurra ára skeið og eru störf þeirra alltaf rofin og boðið til nýrra kosninga hvort eð er. Í dag eru þessi þingsæti fjögur talsins. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Viktor Traustason Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Kólonsbotn og Skrúðurinn í Fáskrúðsfirði. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að málskotsrétturinn velti ekki á geðþótta einnar manneskju. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ég myndi hafa þögn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Eins og til dæmis hvernig Vísir og RÚV hafa nýlega ákveðið að mismuna frambjóðendum þegar kemur að umfjöllun? Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Rif og rótarbjór. Uppáhalds bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly... gull í gegn. Hefur þú komist í kast við lögin? Að sjálfsögðu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Íslandsmeistaramótið í Petanqué. Þó svo að ég detti út í fyrstu umferð á hverju ári. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Var að klára Baby Reindeer. Alltaf gott þegar maður kemst í slíkt breskt gæðaefni. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Lyftingar. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Hjólinu sem ég átti þá. Því var síðan stolið. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Lærbraut mig 12 ára úti í móa og þurfti að bíða í þó nokkurn tíma áður en ég fannst. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki en ef þið viljið fá eitthvað lag þá er „Price of smokes is going up again“ með The Chats á fóninum þessa dagana. Áttu þér draumabíl? Nei. Hvernig slappar þú af? Með því að setja fæturna upp. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég ætla að veðja á flugu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Leiðtoga þjóðarþings Sama. Ég myndi spyrja hana hvers vegna hún svaraði ekki bréfinu sem ég sendi henni og hvort hún væri til í að árita mynd fyrir mig. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Vinnukonugripin á gítar og pikkaði síðan upp Partýbæ með Ham á píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? NBA JAM, BOOM SHAKA LAKA. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ég hef verið aukaleikari í kvikmyndum þannig það væri fínt að fá einhvern slíkann. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þann sem ekki drukknaði býst ég við. Ég er jafn spenntur og þið að sjá hver þeirra lifði þetta af með mér. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það vona ég ekki. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Viktor Traustason er í framboði til forseta Íslands. Ég heiti Viktor Traustason og ég er fyrst og fremst í framboði til þess að bjóða upp á skýr og markviss stefnumál. Stefnumálin eru: 1) Ráðherrar fái ekki að sinna þingmennsku. Það er greinilegur hagsmunaárekstur þegar fólk sem fær að velja í valdastöður fær að velja sjálfa sig. Ég myndi gera þá kröfu til þingsins að ef það vill fá að velja ráðherra áfram að þá skuli það velja fólk utan þingsins eða að þingmenn segi af sér þingmennsku áður en þeir taka við ráðherraembætti. Það er ekkert sem segir að þetta séu hlutastörf og það er ekkert sem segir að einstaka stjórnmálasamtök eigi að ráða því hverjir eru ráðherrar. 2) Ef að tíundi hluti kjósenda mótmælir frumvarpi að þá skrifa ég ekki undir það. Stjórnlagaráð mælti með 10% mótmælaþröskuldi frekar en að valdið til þess að stöðva störf Alþingis velti á geðþótta einnar manneskju og er það stefna mín þegar kemur að 26.gr. stjórnarskrárinnar. 3) Öll atkvæði fá vægi í Alþingiskosningum. Forseti stefnir saman Alþingi og skrifar undir öll lög. Stórum stjórnmálasamtökum tekst þó oft að mynda meirihluta á Alþingi án þess að hafa fengið meirihluta umboð frá kjósendum þar sem stór hluti atkvæða er einfaldlega ekki talinn með í lokaniðurstöðunni. Sá hópur eru auðir seðlar, ógildir seðlar og atkvæði til stjórnmálasamtaka sem ná ekki 5% á landsvísu. Ef þessi hópur samsvarar ákveðnum fjölda þingsæta myndi ég ætlast til þess að Alþingi samþykki öll mál með auknum meirihluta sem samsvarar þeim hópi sem var útilokaður. Þannig væri hægt að tryggja það að störf Alþingis séu með samþykki kjósenda. Þing sem þjást af þessum "týndu þingsætum" ná iðulega ekki að renna sitt fjögurra ára skeið og eru störf þeirra alltaf rofin og boðið til nýrra kosninga hvort eð er. Í dag eru þessi þingsæti fjögur talsins. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Viktor Traustason Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Kólonsbotn og Skrúðurinn í Fáskrúðsfirði. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að málskotsrétturinn velti ekki á geðþótta einnar manneskju. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ég myndi hafa þögn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Eins og til dæmis hvernig Vísir og RÚV hafa nýlega ákveðið að mismuna frambjóðendum þegar kemur að umfjöllun? Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Rif og rótarbjór. Uppáhalds bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly... gull í gegn. Hefur þú komist í kast við lögin? Að sjálfsögðu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Íslandsmeistaramótið í Petanqué. Þó svo að ég detti út í fyrstu umferð á hverju ári. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Var að klára Baby Reindeer. Alltaf gott þegar maður kemst í slíkt breskt gæðaefni. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Lyftingar. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Hjólinu sem ég átti þá. Því var síðan stolið. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Lærbraut mig 12 ára úti í móa og þurfti að bíða í þó nokkurn tíma áður en ég fannst. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki en ef þið viljið fá eitthvað lag þá er „Price of smokes is going up again“ með The Chats á fóninum þessa dagana. Áttu þér draumabíl? Nei. Hvernig slappar þú af? Með því að setja fæturna upp. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég ætla að veðja á flugu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Leiðtoga þjóðarþings Sama. Ég myndi spyrja hana hvers vegna hún svaraði ekki bréfinu sem ég sendi henni og hvort hún væri til í að árita mynd fyrir mig. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Vinnukonugripin á gítar og pikkaði síðan upp Partýbæ með Ham á píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? NBA JAM, BOOM SHAKA LAKA. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ég hef verið aukaleikari í kvikmyndum þannig það væri fínt að fá einhvern slíkann. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þann sem ekki drukknaði býst ég við. Ég er jafn spenntur og þið að sjá hver þeirra lifði þetta af með mér. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það vona ég ekki.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira