„Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 10:01 Ísak Máni Wium er þjálfari ÍR. Vísir/Arnar ÍR tryggði sér á dögunum farseðil í deildina á næstu leiktíð og fer ásamt KR upp. Þjálfari ÍR-inga segir stefna í eina sterkustu Subway deild í manna minnum. ÍR sópaði Sindra 3-0 í úrslitaeinvígi um sæti í Subway deild karla á dögunum. Liðið því á leið upp eftir stutt stopp í næst efstu deild. „Það var alveg pressa á þessu liði að fara upp, hvernig sem yrði gert. Okkur tókst það með glæsibrag þarna undir lokin. Auðvitað var markmiðið að fara beint upp en okkur tókst þetta í lokin,“ segir Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Klippa: „Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Eitt lið fór beint upp úr deildinni en KR fagnaði sigri í 1. deild og fer því ásamt ÍR upp. Toppbaráttan var gríðarjöfn framan af leiktíð milli ÍR, KR, Fjölnis og Sindra. ÍR-ingar voru á toppnum áður en liðið tapaði fyrir KR og Fjölni á endaspretti deildarkeppninnar en mættu tvíefldir inn í úrslitakeppnina. „Þetta var alveg högg þegar við töpum fyrir Fjölni og svo stuttu síðar töpum við fyrir KR. Það var áskorun. En ÍR er ekkert alltaf í úrslitakeppni, þó þetta sé deild neðar. Um leið og úrslitakeppnisfnykurinn fór að koma fannst mér menn ansi vel gíraðir. Það var karakter í liðinu öllu, allir á sömu blaðsíðu og leiðtogar sem héldu mönnum á tánum,“ segir Ísak. Þá stefnir í eina sterkustu Subway deild sem sést hefur á næstu leiktíð. „Síðan ég kom í klúbbinn hefur alltaf verið talað um að ÍR sé efstu deildar klúbbur. Ég held það séu tólf lið í deildinni á næsta ári sem telja sig vera efstu deildar klúbb. Mitt gisk er að þetta verði sterkasta Subway deild frá upphafi. Það er bara okkar á klúbbsins að sýna að við eigum heima í Subway deildinni. Það er bara áskorun sem allt félagið stendur frammi fyrir á næsta ári,“ segir Ísak. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45 KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
ÍR sópaði Sindra 3-0 í úrslitaeinvígi um sæti í Subway deild karla á dögunum. Liðið því á leið upp eftir stutt stopp í næst efstu deild. „Það var alveg pressa á þessu liði að fara upp, hvernig sem yrði gert. Okkur tókst það með glæsibrag þarna undir lokin. Auðvitað var markmiðið að fara beint upp en okkur tókst þetta í lokin,“ segir Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Klippa: „Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Eitt lið fór beint upp úr deildinni en KR fagnaði sigri í 1. deild og fer því ásamt ÍR upp. Toppbaráttan var gríðarjöfn framan af leiktíð milli ÍR, KR, Fjölnis og Sindra. ÍR-ingar voru á toppnum áður en liðið tapaði fyrir KR og Fjölni á endaspretti deildarkeppninnar en mættu tvíefldir inn í úrslitakeppnina. „Þetta var alveg högg þegar við töpum fyrir Fjölni og svo stuttu síðar töpum við fyrir KR. Það var áskorun. En ÍR er ekkert alltaf í úrslitakeppni, þó þetta sé deild neðar. Um leið og úrslitakeppnisfnykurinn fór að koma fannst mér menn ansi vel gíraðir. Það var karakter í liðinu öllu, allir á sömu blaðsíðu og leiðtogar sem héldu mönnum á tánum,“ segir Ísak. Þá stefnir í eina sterkustu Subway deild sem sést hefur á næstu leiktíð. „Síðan ég kom í klúbbinn hefur alltaf verið talað um að ÍR sé efstu deildar klúbbur. Ég held það séu tólf lið í deildinni á næsta ári sem telja sig vera efstu deildar klúbb. Mitt gisk er að þetta verði sterkasta Subway deild frá upphafi. Það er bara okkar á klúbbsins að sýna að við eigum heima í Subway deildinni. Það er bara áskorun sem allt félagið stendur frammi fyrir á næsta ári,“ segir Ísak. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45 KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45
KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum