Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 11:01 Takeru Kobayashi er heimsmethafi í kappáti. EPA/ANDY RAIN Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan. Matur Heilsa Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan.
Matur Heilsa Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira