Fótbolti

Pioli látinn taka poka sinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stefano Pioli hefur verið þjálfari AC Milan undanfarin fimm ár og gerði liðið að meisturum 2022.
Stefano Pioli hefur verið þjálfari AC Milan undanfarin fimm ár og gerði liðið að meisturum 2022. Jonathan Moscrop/Getty Images

Stefano Pioli hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari AC Milan. Leit að eftirmanni hans er þegar hafin og líklegt þykir að Paulo Fonseca, þjálfari Hákons Arnars og félaga í Lille, taki við.

Pioli hefur stýrt AC Milan síðan 2019 og mun gera það í síðasta sinn næstkomandi sunnudag gegn Salernitana í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Hann tryggði liðinu sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 11 ár tímabilið 2021-22. Vonbrigði hafa fylgt í kjölfarið, liðið endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili en þá var ákveðið að halda tryggð við Piolo vegna góðs árangurs í Meistaradeildinni en liðið féll út í undanúrslitum gegn erkifjendum sínum Inter. 

Þetta tímabil varð AC Milan eftir í riðlakeppninni og endaði í öðru sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir Ítalíumeisturum Inter.

Pioli þekkir það að vera rekinn frá Mílanó-félagi, hann hefur líka hefur ekki verið sá vinsælasti meðal stuðningsmanna AC Milan í gegnum tíðina, fyrst vildu þeir ekki sjá hann og snemma á þessu tímabili var kallað eftir því að hann yrði rekinn og Antonio Conte tæki við.

Paulo Fonseca þykir nú líklegastur til að taka við starfinu, að ógleymdum ofan nefndum Conte. Þá var Thiago Motta einnig í umræðunni en hann tók við Juventus í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×