Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 13:51 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira