Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2024 20:30 Árni Guðmundsson hefur lengi barist gegn áfengi í verslanir. arnar halldórsson Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“