Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.
Hátt í sjö hundruð er enn saknað eftir að stærðarinnar aurskriða féll í Papúa Nýju Gíneu. Þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.