Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar.
„Nú, fyrir hádegi á sunnudegi, er verið að skola út lagnirnar með vatni á tankbíl. Vatnið uppi í Klofningsdal er orðið nokkuð hreint og vonir standa til að hægt verði að hleypa vatni á öðru hvoru megin við hádegið,“ segir í tilkynningunni.
Vatnið verði þó líklega brúnt fyrst um sinn og þá þurfi að láta það renna einhverja stund.
Vatnið kom aftur á á Flateyri upp úr hádegi en það er ekki alveg tært. Því sé mælst til þess að það sé soðið áður en þess er neytt.