Atvikin áttu sér stað á fyrsta hring keppninnar. Sergio Perez lenti saman við bílstjóra Haas. Kevin Magnussen reyndi að taka fram úr Perez en klessti á hann og keyrði hann út í vegg.
Nico Hulkenberg, hinn bílstjóri Haas, klessti svo á Perez þegar hann kastaðist frá veggnum.
Bíll Perez gjöreyðilagðist en allir þrír sluppu óslasaðir.
Ekki nóg með það heldur rákust bílstjórar Alpine hvor í annan rétt áður en komið var að göngunum á brautinni. Esteban Ocon klessti harkalega aftan á liðsfélaga sinn sem tók á loft.
Aftur sluppu báðir óhultir, bílar þeirra skemmdust lítillega en þeir gátu keyrt þeim í pittinn.