„Þetta er bara eins og að finna gull“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 11:42 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára. Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára.
Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira