Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 14:42 Elín Metta Jensen, læknanemi og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, vann rannsóknina undir leiðsögn Tómasar Guðbjartssonar læknis. Kristinn Ingvarsson Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér. Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér.
Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira