Tjörvi og félagar hans í Val urðu Evrópubikarmeistarar á laugardaginn eftir sigur á Olympiacos í vítakastkeppni.
Það er skammt stórra högga á milli hjá Tjörva en hann hefur nú samið við Bergischer. Arnór Þór Gunnarsson var ráðinn þjálfari liðsins til bráðabirgða fyrir nokkrum vikum.
Tjörvi er 24 ára línumaður. Hann er yngri bróðir Ýmis Arnar Gíslasonar, núverandi leikmanns Rhein-Neckar Löwen og verðandi leikmanns Göppingen.
Bergischer er í sautjánda og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.