Fótbolti

Leyni­skyttur gættu Trump og Roon­ey: „Hvað er eigin­­lega í gangi hér?“

Aron Guðmundsson skrifar
Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra
Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, er frægasti ein­stak­lingurinn sem enska knatt­spyrnu­goð­sögnin Wa­yne Roon­ey hefur spilað golf með og sagði Eng­lendingurinn kostu­lega sögu af þeim golf­hring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrr­verandi liðs­fé­lagi hans hjá Manchester United sem og enska lands­liðinu, Gary N­evil­le stýrir.

Roon­ey á að baki afar far­sælan feril sem knatt­spyrnu­maður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig á­fram á þjálfara­ferli sínum. Á dögunum var Roon­ey ráðinn knatt­spyrnu­stjóri Plymouth Ar­gy­le.

Í The Overlap var Roon­ey spurður að því hver væri frægasti ein­stak­lingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrr­verandi marka­hróknum. Donald Trump var maðurinn en Roon­ey varði einu ári af leik­manna­ferli sínum sem leik­maður D.C. United í Banda­ríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump.

„Hann bað mig um að taka son sinn Bar­ron í smá einka­æfingar í fót­bolta sem og ég gerði. Bar­ron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrif­stofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einka­ritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði á­huga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“

Og það var akkúrat það sem Roon­ey gerði. Spilaði golf með þá­verandi Banda­ríkja­for­setanum Donald Trump og með í för var fyrr­verandi borgar­stjóri New York borgar, Rudy Guili­ani, sem var þá lög­fræðingur Donald Trump.

„Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuli­ani fylgdi okkur hvert fót­mál í golf­bíl,“ sagði Roon­ey hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimm­tíu til eitt­hundrað golf­bílum, allt hluti af öryggis­teymi Trump. Það voru leyni­skyttur í bát á einu vatninu við golf­völlinn, leyni­skyttur í runnum um­hverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eigin­lega í gangi hér?“

Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary N­evil­le spyr Wa­yne Roon­ey spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×