„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær. Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag. Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag.
Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent