Reinier Taboada skoraði sigurmark Fredericia þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka.
Álaborg var með frumkvæðið lengst af þótt munurinn á liðunum væri jafnan bara 1-2 mörk. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.
Gestirnir náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti, meðal annars 23-26 þegar ellefu mínútur voru eftir.
Á lokakaflanum voru heimamenn hins vegar sterkari, skoruðu átta mörk á síðustu tíu mínútunum og tryggðu sér sigurinn, 31-30.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia og var í tvígang vísað af leikvelli.
Það verður líka oddaleikur um bronsið eftir sigur Skjern á Ribe-Esbjerg, 25-32, í kvöld. Oddaleikurinn fer fram á laugardaginn eins og oddaleikurinn um titilinn.
Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot í marki Ribe-Esbjerg en Elvar Ásgeirsson lék ekki með liðinu í kvöld.