Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:51 Eiríkur Bergmann segir þetta magnaðar vendingar og fyrir liggi að kosningarnar verði þær mest spennandi í manna minnum. vísir/steingrímur Dúi Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. „Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
„Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira