Gummi Gumm velur Höllu Hrund í liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2024 07:00 Guðmundi Guðmundssyni finnst mikið til Höllu Hrundar Logadóttur koma og vill sjá hana í embætti forseta Íslands. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltaliðsins Fredericia, velkist ekki í neinum vafa um hver hann telur að sé best til þess fallinn að verða næsti forseti Íslands. Hann setur x-ið sitt við Höllu Hrund Logadóttur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Guðmundur birti grein á Vísi sem ber heitið „Ég vel Höllu Hrund í liðið mitt“. Þar fer þjálfarinn yfir mannkosti forsetaframbjóðandans. Guðmundur tiltekur sérstaklega afstöðu hennar til náttúruverndar en hann hefur látið sig þau mál varða á undanförnum árum. „Innlend og ekki síst erlend stórfyrirtæki munu á komandi misserum og árum seilast í auknum mæli eftir náttúruauðlindum þjóðarinnar og nægir þar að nefna, firðina okkar, vatnið, vindinn, sandinn, hálendið, gufuaflið og auðvitað vatnsorkuna. Við þurfum forseta sem stendur af einurð með þjóðinni og hefur menntun og yfirburða skilning á þessu sviði,“ skrifar Guðmundur í grein sinni. Hann lýkur svo greininni á að segja Íslendingar þurfi Höllu Hrund í liðið sitt; hún verði íslensku þjóðinni góður liðsmaður í framtíðinni. Á laugardaginn, sama dag og Íslendingar ganga til kosninga, mæta strákarnir hans Guðmundar í Fredericia Álaborg í hreinum úrslitaleik um danska meistaratitilinn. Fredericia tryggði sér oddaleik með því að vinna Álaborg, 31-30, í fyrradag. Guðmundi var orða vant í viðtali eftir leikinn í fyrradag en öllum mátti ljóst vera hversu stoltur hann var af liðinu sínu. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði hann í viðtali við Fredericia Dagbladet. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með Fredericia sem vann til bronsverðlauna í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Það voru fyrstu verðlaun félagsins í 43 ár. Danski handboltinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Guðmundur birti grein á Vísi sem ber heitið „Ég vel Höllu Hrund í liðið mitt“. Þar fer þjálfarinn yfir mannkosti forsetaframbjóðandans. Guðmundur tiltekur sérstaklega afstöðu hennar til náttúruverndar en hann hefur látið sig þau mál varða á undanförnum árum. „Innlend og ekki síst erlend stórfyrirtæki munu á komandi misserum og árum seilast í auknum mæli eftir náttúruauðlindum þjóðarinnar og nægir þar að nefna, firðina okkar, vatnið, vindinn, sandinn, hálendið, gufuaflið og auðvitað vatnsorkuna. Við þurfum forseta sem stendur af einurð með þjóðinni og hefur menntun og yfirburða skilning á þessu sviði,“ skrifar Guðmundur í grein sinni. Hann lýkur svo greininni á að segja Íslendingar þurfi Höllu Hrund í liðið sitt; hún verði íslensku þjóðinni góður liðsmaður í framtíðinni. Á laugardaginn, sama dag og Íslendingar ganga til kosninga, mæta strákarnir hans Guðmundar í Fredericia Álaborg í hreinum úrslitaleik um danska meistaratitilinn. Fredericia tryggði sér oddaleik með því að vinna Álaborg, 31-30, í fyrradag. Guðmundi var orða vant í viðtali eftir leikinn í fyrradag en öllum mátti ljóst vera hversu stoltur hann var af liðinu sínu. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði hann í viðtali við Fredericia Dagbladet. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með Fredericia sem vann til bronsverðlauna í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Það voru fyrstu verðlaun félagsins í 43 ár.
Danski handboltinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira