Magdeburg meistari eftir stórsigur í Mannheim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:11 Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum með Magdeburg í undanförnum leikjum. getty/Eroll Popova Íslendingaliðið Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta karla eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 21-34, á útivelli. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Magdeburg vinnur titilinn. Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40