„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 16:32 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, er klár í átök. Hann mætir Finnanum Mika MIelonen í átta lotu bardaga annað kvöld Vísir/Sigurjón Ólason Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. „Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Box Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
„Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma.
Box Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti