Auk þess var einum sjálfboðaliða ársins veitt viðurkenning fyrir sitt framlag til hreyfingarinnar.
Valið var í eftirfarandi flokka, bæði karla- og kvennamegin í Subway deildinni og 1. deildinni. Úrslitakeppnin er ekki tekin með í útreikningum, eingöngu frammistaða í deildarkeppni.
- Úrvalslið - 5 leikmenn
- Leikmaður ársins - MVP
- Erlendur leikmaður ársins
- Þjálfari ársins
- Varnarmaður ársins
- Prúðasti leikmaðurinn
Lokahófið hófst klukkan 12:00 og var sýnt í beinu streymi. Upptöku af verðlaunaafhendingunni má sjá hér fyrir neðan.