Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. maí 2024 13:27 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með Arnar Þór Jónsson í miðið, í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Forsetakosningarnar á morgun verða mögulega þær mest spennandi í lýðveldissögunni, að mati Eiríks Bergmann prófessors í stjórnmálafræði - sem bendir jafnframt á að kannanir hafi verið mjög misvísandi. Hann fylgdist með kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi og þótti þeir standa sig vel. „Það eru svona smá átakapunktar milli Baldurs Þórhallssonar og Jóns Gnarr sem eru athyglisverðir. Það var auðvitað ljóst að Halla Tómasdóttir mætti þarna af miklu sjálfstrausti með meðbyr með könnunum. Halla Hrund mætti þeirri gagnrýni um að málflutningur hennar hafi verið heldur óljós lengi vel, þannig að hún talaði með skýrari hætti heldur en áður. Og Katrín Jakobsdóttir er auðvitað mjög sjóuð í svona þáttum og hélt sinni stöðu mjög vel, sýndist mér,“ segir Eiríkur. Síðustu dagarnir skipti gríðarmiklu máli Síðasta fylgiskönnun fyrir kosningar er væntanleg frá Gallup í dag og í kvöld koma frambjóðendur saman í lokakappræðum á RÚV. Eiríkur bendir á að þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti í fyrsta sinn hafi kannanir sýnt að stór hluti kjósenda gerði upp hug sinn á lokametrunum, jafnvel ekki fyrr en í kjörklefann var komið. „Þessir dagar skipta bara gríðarlega miklu máli. Það getur skipt máli hvernig fólk stendur sig í kvöld, það er bæði hægt að glopra sigrinum úr höndunum en það er líka hægt að vinna á. Það kannski þarf ekki svo mikla hreyfingu til að breyta niðurstöðunni. En aftur eru kannanir svo misvísandi að ég held að málið sé ekki það að fylgið sé á svona mikilli hreyfingu heldur eru kannanafyrirtækin að mæla þetta með misjöfnum hætti og við erum augljóslega að sjá einhverja kannanaskekkju, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Hvernig heldurðu að þetta fari? „Það er ómögulegt að segja. Ég held að Katrín sé í vænlegastri stöðu en ég tel Höllu Tómasdóttur vera orðna alvöru keppinaut við hana og hún gæti allt eins unnið. Svo held ég að maður ætti ekki að afskrifa Höllu Hrund alveg strax heldur.“ Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur klukkan tíu í kvöld og kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Þeir sem eru ekki vissir um hvar þeir eigi að kjósa geta fengið upplýsingar um sinn kjörstað á vef Þjóðskrár, skra.is. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Forsetakosningarnar á morgun verða mögulega þær mest spennandi í lýðveldissögunni, að mati Eiríks Bergmann prófessors í stjórnmálafræði - sem bendir jafnframt á að kannanir hafi verið mjög misvísandi. Hann fylgdist með kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi og þótti þeir standa sig vel. „Það eru svona smá átakapunktar milli Baldurs Þórhallssonar og Jóns Gnarr sem eru athyglisverðir. Það var auðvitað ljóst að Halla Tómasdóttir mætti þarna af miklu sjálfstrausti með meðbyr með könnunum. Halla Hrund mætti þeirri gagnrýni um að málflutningur hennar hafi verið heldur óljós lengi vel, þannig að hún talaði með skýrari hætti heldur en áður. Og Katrín Jakobsdóttir er auðvitað mjög sjóuð í svona þáttum og hélt sinni stöðu mjög vel, sýndist mér,“ segir Eiríkur. Síðustu dagarnir skipti gríðarmiklu máli Síðasta fylgiskönnun fyrir kosningar er væntanleg frá Gallup í dag og í kvöld koma frambjóðendur saman í lokakappræðum á RÚV. Eiríkur bendir á að þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti í fyrsta sinn hafi kannanir sýnt að stór hluti kjósenda gerði upp hug sinn á lokametrunum, jafnvel ekki fyrr en í kjörklefann var komið. „Þessir dagar skipta bara gríðarlega miklu máli. Það getur skipt máli hvernig fólk stendur sig í kvöld, það er bæði hægt að glopra sigrinum úr höndunum en það er líka hægt að vinna á. Það kannski þarf ekki svo mikla hreyfingu til að breyta niðurstöðunni. En aftur eru kannanir svo misvísandi að ég held að málið sé ekki það að fylgið sé á svona mikilli hreyfingu heldur eru kannanafyrirtækin að mæla þetta með misjöfnum hætti og við erum augljóslega að sjá einhverja kannanaskekkju, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Hvernig heldurðu að þetta fari? „Það er ómögulegt að segja. Ég held að Katrín sé í vænlegastri stöðu en ég tel Höllu Tómasdóttur vera orðna alvöru keppinaut við hana og hún gæti allt eins unnið. Svo held ég að maður ætti ekki að afskrifa Höllu Hrund alveg strax heldur.“ Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur klukkan tíu í kvöld og kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Þeir sem eru ekki vissir um hvar þeir eigi að kjósa geta fengið upplýsingar um sinn kjörstað á vef Þjóðskrár, skra.is.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15
Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00
Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32