Cristiano Ronaldo grét eftir tap í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 11:30 Cristiano Ronaldo átti mjög erfitt með sætta sig við tap Al-Nassr í bikarúrslitaleiknum. Getty/Elie Hokayem Cristiano Ronaldo sat grátandi á varamannbekknum eftir að Al Nassr tapaði sádi-arabíska bikarúrslitaleiknum í gær. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira