Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2024 12:52 Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, er bæði útvegs- og sauðfjárbóndi í Grindavík. Einar Árnason Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01