Fótbolti

Kol­beinn fagnaði í Íslendingaslag í Gauta­borg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Kolbeinn Þórðarson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA

Kolbeinn Þórðarson og félagar í IKF Gautaborg unnu mikilvægan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn hafði þar með betur á móti landa sínum Andra Fannari Baldurssyni sem var í byrjunarliðu Elfsborg.

Kolbeinn lék allan tímann á þriggja manna miðju Gautaborgarliðsins og stóð sig vel.  Andri Fannar var líka öflugur á miðju Elfsborg.

Gustaf Norlin kom Gautaborg í 1-0 á 34. mínútu með marki af stuttu færi eftir stórskotahríð. Það reyndist vera eina mark leiksins.

IKF Gautaborg sat í síðasta örugga sætinu fyrir leikinn þökk sé betri markatölu en annað Íslendingalið, Norrköping. Sigurinn þýðir að Gautaborg hoppar upp í tólfa sæti og Norrköping datt niður í fallsæti.

Malmö bjargaði stigi í blálokin í 2-2 jafntefli á móti Brommapojkarna á sama tíma en Malmö er með sjö stiga forskot á toppnum. Djurgarden á nú tvo leiki inni og getur minnkað forskotið í eitt stig.

Daníel Tristan Guðjohnsen gat ekki leikið með Malmö vegna bakmeiðsla en það fer vonandi að styttast í endurkomu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×