„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:57 Ingvar Örn segir leiðinlegt að vinur hans hafi ekki getað kosið. Þar hafi eitt atkvæði farið í súginn. Vísir Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira