Kosningavökur frambjóðenda: Hvar verða mestu fagnaðarlætin? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2024 20:50 Í kvöld kemur í ljós hver flytur inn á Bessastaði síðar í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingar hafa í dag valið sér forseta, og spennan er í algleymingi. Einn frambjóðandi mun standa uppi sem sigurvegari, og næsti forseti lýðveldisins, á meðan aðrir munu ekki hafa erindi sem erfiði. Þeir munu þó flestir freista þess að fagna með stuðningsfólki sínu í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, sem leitt hefur í flestum könnunum fram að kosningum, þó með mismiklum mun, hittir stuðningsfólk sitt á Grand Hótel í kvöld, þar sem fylgst verður með framvindu kosninganna. Halla Hrund Logadóttir mun taka á móti stuðningsfólki sínu í Björtuloftum í Hörpu, á meðan nafna hennar Halla Tómasdóttir tekur á móti sínu fólki í Grósku, á sama stað og hún tilkynnti formlega um framboð. Baldur Þórhallsson mun notast við kosningaskriftstofu sína á Grensásvegi undir stuðningsfólk sitt í kvöld, og Arnar Þór Jónsson verður skammt undan, á kosningaskrifstofu sinni í Ármúla 15. Jón Gnarr býður stuðningsfólki sínu til fundar við sig á Bistro Elliðaárdal, en Steinunn Ólína býður til kosningavöku í Kakókastalanum í Mosfellsbæ. Helga Þórisdóttir fylgist hins vegar með vendingum kvöldsins af heimili sínu í Fossvogi. Ásdís Rán verður á Dass við Vegamótastíg á meðan Ástþór Magnússon hefur boðað til samverustundar í kirkju Óháða söfnuðarins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða þá hvar Eiríkur Ingi Jóhannson mun halda sína kosningavöku, né heldur Viktor Traustason verðu með sína. Þá hafa umsjónarmenn hlaðvarpsins Þjóðmála blásið til kosningavöku fyrir óháða, það er að segja fólk sem vill fylgjast með en styður þó engan frambjóðanda sérstaklega mikið, á Nasa við Austurvöll. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, sem leitt hefur í flestum könnunum fram að kosningum, þó með mismiklum mun, hittir stuðningsfólk sitt á Grand Hótel í kvöld, þar sem fylgst verður með framvindu kosninganna. Halla Hrund Logadóttir mun taka á móti stuðningsfólki sínu í Björtuloftum í Hörpu, á meðan nafna hennar Halla Tómasdóttir tekur á móti sínu fólki í Grósku, á sama stað og hún tilkynnti formlega um framboð. Baldur Þórhallsson mun notast við kosningaskriftstofu sína á Grensásvegi undir stuðningsfólk sitt í kvöld, og Arnar Þór Jónsson verður skammt undan, á kosningaskrifstofu sinni í Ármúla 15. Jón Gnarr býður stuðningsfólki sínu til fundar við sig á Bistro Elliðaárdal, en Steinunn Ólína býður til kosningavöku í Kakókastalanum í Mosfellsbæ. Helga Þórisdóttir fylgist hins vegar með vendingum kvöldsins af heimili sínu í Fossvogi. Ásdís Rán verður á Dass við Vegamótastíg á meðan Ástþór Magnússon hefur boðað til samverustundar í kirkju Óháða söfnuðarins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða þá hvar Eiríkur Ingi Jóhannson mun halda sína kosningavöku, né heldur Viktor Traustason verðu með sína. Þá hafa umsjónarmenn hlaðvarpsins Þjóðmála blásið til kosningavöku fyrir óháða, það er að segja fólk sem vill fylgjast með en styður þó engan frambjóðanda sérstaklega mikið, á Nasa við Austurvöll.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira