Halla Hrund: „Þetta ferðalag mun binda okkur saman út ævina“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 22:07 Halla Hrund í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur. Vísir/Viktor Freyr Halla Hrund Logadóttir ávarpaði stuðningsmenn sína í kosningapartýi sínu í Björtuloftum í Hörpu í kvöld og þakkaði þeim fyrir 55 daga ferðalag sem hún sagði að myndi binda þau saman út ævina. Halla hvatti stuðningsmennina til að fara bjartsýnir inn í kvöldið í aðdraganda fyrstu talna. „Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira