Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:49 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ánægður með kosningabaráttu Katrínar. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent