„Ekkert til að skammast mín fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Mykolas Alekna keppti á Demantamótinu í Osló þar sem hann fagnaði sigri með kasti upp á 70,91 metra. Getty/Maja Hitij Heimsmethafinn Mykolas Alekna finnst gagnrýnin á sig ósanngjörn en hann setti heimsmet í kringlukasti í apríl við sérstakar og mjög hagstæðar aðstæður. Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Sjá meira
Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Sjá meira