Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:22 Bakgarðurinn var fullur af stuðningsfólki sem hrópaði húrra fyrir Höllu. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira