„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Árni Jóhannsson skrifar 2. júní 2024 22:10 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Pawel Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“ Besta deild karla HK Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“
Besta deild karla HK Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira