Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 10:37 Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í forsetakosningu sem fram fór um helgina. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. „Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58