Alpine framlengir ekki við Ocon eftir áreksturinn í Mónakó Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2024 11:24 Ocon fór illa að ráði sínu í Mónakó og klessti á liðsfélaga sinn. Hann neyddist til að hætta keppni í kjölfarið vegna skemmda á bílnum. Clive Rose/Getty Images Kappaksturslið Alpine í Formúlu 1 hefur ákveðið að framlengja ekki samning ökuþórsins Esteban Ocon sem varð valdur að harkalegum árekstri í Mónakó síðustu helgi. Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira