Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:56 Bryndis Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar en fundi nefndarinnar var skyndilega frestað í morgun þar sem útlendingafrumvarpið var á dagskrá. Bergþór Ólason telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. Vísir Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31