Icelandair misþyrmi íslenskri tungu Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 08:02 Þegar María Helga reyndi að stauta sig í gegnum: „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag,“ varð henni nóg boðið. aðsend Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira