Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júní 2024 20:01 Krökkunum finnst virkilega gaman að mæta í gróðurhúsið. Vísir/Sigurjón Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt. Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt.
Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira