Gervispilanir tröllríða vinsældarlista Spotify Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 07:00 Sölvi Blöndal hjá Öldu music. Hann segir gervispilanir stórt vandamál innan tónlistarbransans. Aðsend Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn; Herra Hnetusmjör, Birni, Bríet, Patrik, í bland við stærstu erlendu tónlistarmennina; Taylor Swift, Billie Eilish og Kendrick Lamar sem dæmi. Öðru hverju skjóta hins vegar upp kollinum algjörlega óþekktir erlendir tónlistarmenn sem eru að gefa jafnvel út sitt fyrsta lag. Joshua Acker, One Mojo og Luanne Hunt eru lesendum væntanlega ókunnir. Þessir tónlistarmenn eiga það samt sem áður sameiginlegt að hafa verið stutta stund í efsta sæti vinsældarlistans íslenska. Þegar Patrik, einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir, gaf út sína aðra plötu þann 24. maí síðastliðinn var það ekki hann sem vermdi efsta sæti listans tveimur dögum síðar, heldur þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith. Patrik þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Staðan á listanum 26. maí, tveimur dögum eftir að Patrik gaf út plötu sína. Degi síðar hurfu þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith af listanum.skjáskot Fleiri dæmi eru til: One Mojo og Sik Jagga slá í gegn á Spotify með 53 þúsund streymi á einum sólarhring og slá Herra Hnetusmjöri við. Það partí stóð hins vegar stutt og þeir horfnir af listanum eftir að tilkynning barst Spotify um grunsamlegt streymi. Þeir spila því væntanlega ekki í Herljólfsdal næstu verslunarmannahelgi.skjáskot Hefur áhrif á tekjur Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music, segir um stórt vandamál að ræða innan tónlistarbransans. „Alda music er nú í fararbroddi við að stöðva þetta, en það er auðvitað hægara sagt en gert. Þetta er tilkynnt til streymisveitna sem yfirleitt taka þetta niður innan sólarhrings. En þetta er bara svo brjálað flæði af efni sem streymir inn, að það getur verið erfitt,“ segir Sölvi í samtali við Vísi. Gervispilanir hafi einnig hlutfallslega meiri áhrif hér á landi þar sem potturinn sé minni. Sölvi ásamt Bubba Morthens og Ólafi Arnalds.Mynd/Berglaug Petra Sölvi útskýrir að gervispilanir hafi áhrif á greiðslupottinn, sem ákvarði hve mikið íslenskir tónlistarmenn fái greitt fyrir streymi. Potturinn taki mið af undirliggjandi heildarfjölda spilana. „Ef sá heildarfjöldi eykst, þá þýðir það að íslenskir artistar fá minna borgað. Það skiptir auðvitað okkur máli, sem langstærsti útgefandinn hér á Íslandi. Þannig við höfum bara tekið það upp hjá okkur að vinna gegn þessu,“ segir Sölvi. Yfir fjörutíu skipti Andri Þór Jónsson er markaðsstjóri Öldu og yfirmaður stafrænna dreifingarmála. Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða í sögu Spotify. „En þetta er nýtt að þetta sé að dúkka svona mikið upp á topp-fimmtíu listanum hér á Íslandi. Það þarf svo lítið af streymum til að komast á okkar lista. Ég hugsa að ég sé búinn að tilkynna þrjátíu eða fjörutíu skipti þar sem ég er að sjá svona lög í topp-tíu eða í efsta sæti listans,“ segir Andri Þór. Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.aðsend Hann segir ekki ljóst hvernig spilanirnar séu framkvæmdar nákvæmlega. Það sé hins vegar ljóst að óprúttnir tónlistarmenn greiði fyrir umræddar gervispilanir. „Þetta hefur oft áhrif á listamenn sem eiga skilið að vera í fyrsta sæti eftir fyrsta útgáfudaginn, þá er oft feik listamaður í efsta sætinu. Þannig þetta skekkir myndina. Ég kíki á þetta á hverjum degi og sendi þá á deild hjá Spotify sem vaktar þetta. Þeir taka við þessum beiðnum og laga þetta oftast innan við dag. En það virðist samt ekkert hægjast á þessu.“ Tónlist Menning Spotify Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn; Herra Hnetusmjör, Birni, Bríet, Patrik, í bland við stærstu erlendu tónlistarmennina; Taylor Swift, Billie Eilish og Kendrick Lamar sem dæmi. Öðru hverju skjóta hins vegar upp kollinum algjörlega óþekktir erlendir tónlistarmenn sem eru að gefa jafnvel út sitt fyrsta lag. Joshua Acker, One Mojo og Luanne Hunt eru lesendum væntanlega ókunnir. Þessir tónlistarmenn eiga það samt sem áður sameiginlegt að hafa verið stutta stund í efsta sæti vinsældarlistans íslenska. Þegar Patrik, einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir, gaf út sína aðra plötu þann 24. maí síðastliðinn var það ekki hann sem vermdi efsta sæti listans tveimur dögum síðar, heldur þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith. Patrik þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Staðan á listanum 26. maí, tveimur dögum eftir að Patrik gaf út plötu sína. Degi síðar hurfu þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith af listanum.skjáskot Fleiri dæmi eru til: One Mojo og Sik Jagga slá í gegn á Spotify með 53 þúsund streymi á einum sólarhring og slá Herra Hnetusmjöri við. Það partí stóð hins vegar stutt og þeir horfnir af listanum eftir að tilkynning barst Spotify um grunsamlegt streymi. Þeir spila því væntanlega ekki í Herljólfsdal næstu verslunarmannahelgi.skjáskot Hefur áhrif á tekjur Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music, segir um stórt vandamál að ræða innan tónlistarbransans. „Alda music er nú í fararbroddi við að stöðva þetta, en það er auðvitað hægara sagt en gert. Þetta er tilkynnt til streymisveitna sem yfirleitt taka þetta niður innan sólarhrings. En þetta er bara svo brjálað flæði af efni sem streymir inn, að það getur verið erfitt,“ segir Sölvi í samtali við Vísi. Gervispilanir hafi einnig hlutfallslega meiri áhrif hér á landi þar sem potturinn sé minni. Sölvi ásamt Bubba Morthens og Ólafi Arnalds.Mynd/Berglaug Petra Sölvi útskýrir að gervispilanir hafi áhrif á greiðslupottinn, sem ákvarði hve mikið íslenskir tónlistarmenn fái greitt fyrir streymi. Potturinn taki mið af undirliggjandi heildarfjölda spilana. „Ef sá heildarfjöldi eykst, þá þýðir það að íslenskir artistar fá minna borgað. Það skiptir auðvitað okkur máli, sem langstærsti útgefandinn hér á Íslandi. Þannig við höfum bara tekið það upp hjá okkur að vinna gegn þessu,“ segir Sölvi. Yfir fjörutíu skipti Andri Þór Jónsson er markaðsstjóri Öldu og yfirmaður stafrænna dreifingarmála. Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða í sögu Spotify. „En þetta er nýtt að þetta sé að dúkka svona mikið upp á topp-fimmtíu listanum hér á Íslandi. Það þarf svo lítið af streymum til að komast á okkar lista. Ég hugsa að ég sé búinn að tilkynna þrjátíu eða fjörutíu skipti þar sem ég er að sjá svona lög í topp-tíu eða í efsta sæti listans,“ segir Andri Þór. Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.aðsend Hann segir ekki ljóst hvernig spilanirnar séu framkvæmdar nákvæmlega. Það sé hins vegar ljóst að óprúttnir tónlistarmenn greiði fyrir umræddar gervispilanir. „Þetta hefur oft áhrif á listamenn sem eiga skilið að vera í fyrsta sæti eftir fyrsta útgáfudaginn, þá er oft feik listamaður í efsta sætinu. Þannig þetta skekkir myndina. Ég kíki á þetta á hverjum degi og sendi þá á deild hjá Spotify sem vaktar þetta. Þeir taka við þessum beiðnum og laga þetta oftast innan við dag. En það virðist samt ekkert hægjast á þessu.“
Tónlist Menning Spotify Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira